154. löggjafarþing — 106. fundur, 6. maí 2024.
rannsókn vegna örlætisgernings ríkislögreglustjóra.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina í annað sinn. Ég ítreka það sem ég sagði hér í fyrra svari mínu, að ráðherra getur ekki metið hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Það er sjálfsagt að metið sé hvort þetta sé refsivert eða ekki en það er þá ríkissaksóknara eða héraðssaksóknara að hefja þá rannsókn en ekki ráðherra.