flutningur venesúelskra ríkisborgara aftur til Venesúela .
Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði hér áðan að þarna erum við að tala um sjálfviljuga brottför. Við sjáum sömuleiðis fram á að þær aðgerðir sem þessi ríkisstjórn hefur farið í, með breytingum á útlendingalöggjöfinni t.d. á síðasta ári, eru að skila árangri. Við erum hér með stóran hóp fólks sem kýs sjálfviljuga brottför og þau eru að fara. Þau eru þá ekki að fara í beinu flugi til Karakas heldur í gegnum aðrar leiðir eins og t.d. Madríd. Það sem ég get líka nefnt hér er að við erum að sjá núna það sem af er þessu ári um 80% fækkun umsókna ríkisborgara frá Venesúela. Allt árið í fyrra voru þær 1.556 en það sem er komið núna það sem af er þessu ári (Forseti hringir.) eru 110 umsóknir. Það þýðir að þær verða þá 318 á þessu ári (Forseti hringir.) og er það um 80% fækkun á milli ára. En það er brýnt að tryggja hópnum farsæla heimför. (BergÓ: Þetta var ekki spurningin.)