framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni góðar óskir varðandi málið og vil segja það að beiðni sveitarfélagsins um atbeina ríkisins af þessu tagi kom 19. apríl. Við höfðum mjög hraðar hendur við að setja frumvarpið saman og gerðum það í algerri samstöðu við sveitarfélagið, sem er mjög mikilvægt vegna þess að þetta má ekki gerast öðruvísi. Sjálfstjórnarréttinn verður að virða. Það er jafn ljóst að sú ábending sem hv. þingmaður kemur hér með um alvarlega stöðu enn allnokkurra fjölskyldna í húsnæðismálum eru viðfangsefni sem þarf að leysa. Sum þeirra þarf að leysa maður á mann. Það verður að hluta til viðfangsefni framkvæmdanefndar og við það verður ekki unað að fjölskyldur séu enn á hrakhólum.