framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. innviðaráðherra fyrir að leggja þetta mál fram. Þó að hún sé ekki ráðherra fjármála langar mig engu að síður að ræða við hana um fjármál af því að hæstv. ráðherra er sveitarstjórnarráðherra og fjármál skipta auðvitað sveitarfélög miklu máli. Mig langar aðeins að nefna hér greiðslu fasteignaskatts. Þegar Þórkatla var sett á laggirnar var það undanskilið að greiða fasteignaskatt til sveitarfélagsins. Miðað við ársreikning sveitarfélagsins árið 2022 voru greiddar sirka 500 milljónir í fasteignaskatt til sveitarfélagsins, væntanlega meira á árinu 2023, sem ég sé ekki á ársreikningi enn sem komið er.
Þá spyr maður: Ef ríkið þarf núna að fara að leggja út í einhverjar aðgerðir (Forseti hringir.) sem styðja sveitarfélagið, er þá ekki bara verið að taka þetta úr einum vasa og setja yfir í annan? Það er skrýtið að vera að rífa tekjur af sveitarfélaginu (Forseti hringir.) og gera sveitarfélagið þannig að það geti ekki sinnt sínum verkefnum.
(Forseti (ÁsF): Ég minni þingmanninn á að ræðutíminn er ein mínúta.)