framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Virðulegi forseti. Það er allt rétt sem hv. þingmaður segir. Þetta er ekki einföld staða og enn og aftur fordæmalausar aðstæður þegar um er að ræða þá stöðu að við sveitarfélaginu blasir tekjufall. Það er alveg á hreinu. Það þarf að fylgjast mjög vel með afleiðingum þess í samstarfi við sveitarstjórn og það er það sem hér er lagt til. Ég árétta það og tek enn og aftur fram að frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að takast á við það með hvaða hætti við styðjum sveitarfélagið, með nýrri stjórnsýslueiningu, í því að geta að hluta til haldið sínum sjálfsstjórnarrétti en samt sem áður þannig að ríkisvaldið hlutist til um og hafi atbeina að því að standa með sveitarfélaginu í því að takast á við þau verkefni sem það hefur óskað eftir atbeina ríkisins í.