framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir hennar svar hér. Mig langar líka að nefna það sem segir um fullnaðarákvörðunarvald sem sveitarfélög hafa. Það er þannig að sveitarfélög geta fært fullnaðarákvörðunarvald til annarra en það hefur verið mjög þröngt skilgreint í gegnum tíðina og vanalega erum við að sjá þetta kannski færast yfir til m.a. barnaverndarnefnda sem hafa haft fullnaðarákvörðunarvald í málefnum barna en alls ekki til einhverra félaga úti í bæ. Fullnaðarákvörðunarvaldið hefur legið hjá sveitarstjórnum en ekki hjá félögum úti í bæ. Þannig að mig langar aðeins að biðja ráðherrann um að gefa mér dæmi um einhver verkefni þar sem Grindavíkurbær gæti í einhverjum tilfellum fært fullnaðarákvörðunarvaldið frá sveitarstjórninni til þessa félags.