samkomulag ESB í málefnum hælisleitenda.
Virðulegi forseti. Ég deili áhuga hv. þingmanns á kökum og þó að maður eigi að gera meira af því að horfa á þær en að borða þær allar þá hvet ég hv. þingmann til að fá sér sneið af lýðveldiskökunni í sumar. Hún verður bökuð af íslenskum bökurum og bakarameisturum. (Gripið fram í.) En að öðru alvarlegra máli sem er ástandið í Georgíu. Það sem utanríkisráðherra er að gera er að taka þátt í sameiginlegri ferð utanríkisráðherra Norðurlandanna (SDG: Eystrasalts.) og Eystrasaltsríkjanna sem oft koma saman. Það er misjafnlega sterk mæting frá öllum ríkjum en þetta á rætur sínar í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og þau eru ekki að taka afstöðu gegn stjórnvöldum heldur meira að kynna sér ástandið og hlýða á þau sjónarmið sem þar eru uppi. En það eru í alþjóðasamfélaginu uppi áhyggjur af því (Forseti hringir.) að gildi á borð við öflugt lýðræði og frjálsa fjölmiðlun séu að verða undir í því samfélagi fyrir áhrif erlendra afla.