154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

húsnæðisbætur.

1075. mál
[14:04]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í Samfylkingunni fögnum þessari breytingu og þessari hækkun á húsnæðisbótum. Þetta er mikilvæg kjarasamningsaðgerð sem við styðjum eindregið. Ég vil þó benda á að til að húsnæðisbætur skili sér almennilega til leigjenda en leki ekki hjá mörgum beint út í leiguverðið þá þurfum við líka að auka réttarvernd leigjenda og skapa ákveðnar hömlur við hækkun leiguverðs. Þetta er eitthvað sem hefur lengi verið á dagskrá. Þetta er eitthvað sem hefur verið lofað trekk í trekk við gerð kjarasamninga án þess að staðið hafi verið við. Fyrir þessu þingi liggur fyrir enn eitt frumvarpið um breytingar á húsaleigulögum og ég vil leggja þunga áherslu á að þetta mál verði afgreitt og að við gerum það að lögum sem allra fyrst samhliða þessari hækkun á húsnæðisbótum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)