154. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2024.

Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.

1131. mál
[16:39]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. matvælaráðherra fyrir í þetta frumvarp og framsöguna á því. Ég er ekki alveg viss, gæti þetta verið fyrsta frumvarpið sem hæstv. ráðherra leggur fram? Mig langar spyrja hæstv. ráðherra um eitt sem við reyndum að spyrja um á fundi atvinnuveganefndar sem tók málið aðeins fyrir fram til skoðunar í morgun. Nú er þetta ekki afturvirkt, er ekki til að tækla það sem hefur gerst hingað til, það eru samt engin gögn til um það hversu mörg fyrirtæki hefðu fallið undir þetta hefði úrræðið verið komið og eins ekki nein gögn í greinargerðinni um það hversu mörg fyrirtæki munu geta fallið undir þetta. Það hefði verið gott fyrir nefndina að geta skoðað fjöldann.