Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Eins og hann kom inn á þá hafa verið lögð til víðtæk úrræði sem Alþingi hefur samþykkt og eru hér til umfjöllunar, bara síðast í dag í því frumvarpi sem var rætt hér á undan. Það segir hér í 7. gr., með leyfi forseta:
„Stjórn sjóðsins er heimilt að ákveða styrkhlutfall og eigin áhættu mismunandi eftir atvinnugreinum og tegundum eigna og taka í því efni m.a. mið af rekstraráhættu, stærð félaga og umfangi tjóns.
Sannarlega eru þarna vel stöndug og góð sjávarútvegsfyrirtæki. En það eru líka aðrir aðilar sem hafa verið að reyna að halda úti veitingarekstri og öðru slíku, þeir eru þarna undir líka. Við skulum ekki gleyma því en gleðjast um leið yfir því að það hafa verið góð og stöndug fyrirtæki í Grindavík.