Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Forseti. Nokkur atriði hérna í þessu frumvarpi. 1. grein, um gildissvið, segir að lög þessi gildi um einstaklinga og lögaðila sem stunda tekjuskattsskyldan atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og verða fyrir tjóni á þessu tímabili. Þarna eru engin takmörk varðandi staðbindingu eða neitt svoleiðis. Það hins vegar gerist í 6. gr., um hlutverk sjóðsins. Þar er talað um tjón innan þéttbýlismarka Grindavíkurbæjar. Ég velti því fyrir mér, fyrst gildissviðið er í raun miklu víðara en starfssvið sjóðsins, hvaða áhrif það getur haft á fyrirtæki sem falla undir gildissvið skv. 1. gr. en geta ekki leitað til sjóðsins um bætur á tjóni. Það er óhjákvæmilega munur þarna á milli. Væri ekki hentugra að afrita gildissviðsskilyrðingu skv. 6. gr. inn í 1. gr. til að hafa það skýrt? (Forseti hringir.)