Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er alveg rétt að 1. gr. er með aðeins öðrum hætti en 6. gr. Þar eru skilyrði sem uppfylla þarf sannarlega tiltekin. Tjónið verður að hafa orðið innan þéttbýlismarka Grindavíkurbæjar eins og þau eru skilgreind í aðalskipulagi. Þar eru skilyrði fyrir styrkveitingu. Þetta er sjóður, lög hans og lög um hann. Þegar þau eru útfærð eins og þarna stendur lítum við svo á að þetta uppfylli öll þau skilyrði sem uppfylla þarf, og þetta er svona í öðru því sem verið hefur til umfjöllunar varðandi þessi mál. Þetta sé ekki svo vítt að það geti verið einhver fyrirtæki sem eru utan þéttbýlismarka Grindavíkurbæjar. 6. gr. nái algerlega utan um það sem þarf að uppfylla vegna þessara laga. Um það getum við verið ósammála.