Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Forseti. Það var spurt hérna í andsvörum við ræðu ráðherra og í rauninni fullyrt að það þyrfti þetta úrræði. Það kom fram að Þorbjörn sem var að segja upp fólki segði samt að þrátt fyrir það þá þyrfti þetta úrræði og væntanlega er ástæðan fyrir því til að halda einmitt atvinnustarfsemi í Grindavík. Það þýðir í raun og veru að atvinnustarfsemi hvað þessa matvælaframleiðslu varðar er þar með tryggingu ríkisins og þá í þessum sjóði. Ég er aðeins að reyna að átta mig á því hvað það þýðir. Er það ekki ákveðinn stuðningur við þau fyrirtæki til að halda starfsemi sinni á ákveðnu svæði? Þá hugsa ég til ríkisábyrgðarvanda, hvort það myndi teljast sem einhvers konar styrkur með tilliti til ríkisábyrgðar eða ekki. Þegar ég skoða tengdu lögin hérna á þessu, sem eru lögin um Bjargráðasjóð, þá get ég ekki annað en klórað mér í hausnum og spurt nákvæmlega sömu spurninga hvað það varðar, sem mér finnst dálítið áhugavert. Það eru nokkur atriði í þessu alla vega sem mér finnst vera svona pínu óþjál, skil það alveg að vissu leyti en ég held að nefndin geti mögulega, vonandi, á þessum stutta tíma rennt yfir þau atriði, eins og með gildissviðið sem nær yfir í rauninni alla einstaklinga og lögaðila á landinu, ekki bara í Grindavík, þó að nefndin sem slík eða sjóðurinn sem sér um útdeilingu og styrkina vegna afurða sem skemmast einskorðist við Grindavík. En að sama skapi þá gilda (Forseti hringir.) þessi lög samt um alla, þannig að ég er að velta fyrir mér þessu óþjála sambandi á milli þessa gildissviðs og svo ríkisábyrgðarinnar.