154. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2024.

Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.

1131. mál
[18:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þetta eru einmitt þær spurningar sem við veltum fyrir okkur þegar við tökumst á við svona lagafrumvarp hingað og þangað. En þetta mál er áhugavert hvað þetta varðar. Það er þegar orðið tjón. Nú er verið að setja lög sem eiga að bæta sambærileg tjón einhvern tíma seinna. Ég á alla vega pínu erfitt með að skilja af hverju það myndi ekki eiga við það sem hefur þegar orðið. Á sama hátt þá næ ég ekki alveg — það eru bara hnökrar á þessu, sem ég skil alveg því að þetta er að koma allt tiltölulega hratt o.s.frv. Ég skil alveg að þeir séu þarna en ég bara vonast til þess að nefndin nái að greiða úr þessu og svara í rauninni þessum spurningum skýrt: Af hverju er þörf á þessu? Er það til að tryggja áframhaldandi starfsemi í Grindavík? Og segja þá bara skýrt: Það er markmiðið með lögunum, og hvernig það er.