Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Frú forseti. Já, akkúrat, þetta er verkefnið núna við áframhaldandi vinnslu. Ég held að það sé alveg skýrt og það kemur fram í 2. gr. frumvarpsins um markmið, með leyfi forseta: „Markmið laga þessara er að treysta áframhaldandi starfsemi í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands …“, o.s.frv. En spurningin er síðan: Mun þá fylgja krafa með umsókn um að ekki eingöngu sýna fram á tjón sem orðið hefur heldur einhvern veginn fullvissu um að viðkomandi ætli að starfa áfram í Grindavíkurbæ og hversu lengi þá? Þetta kann að virðast lítilvægt (BLG: Léttvægt.) og léttvægt en er það raunverulega ekki. Þannig að hvort er verið að bæta tjón eða tryggja áframhaldandi starfsemi? Og eru þá einhverjir aðrir — þetta gæti mögulega endað sem eitt af svo mörgum málum sem stundum eru kölluð litlu stóru málin. (BLG: Einmitt.) En við munum klára þetta.