154. löggjafarþing — 116. fundur,  4. júní 2024.

Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.

1131. mál
[18:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir það. Til dæmis frumvarpið sem fer í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem ég sit, við sendum það út til umsagnar bara núna í kvöld eða í fyrramálið og gerum ráð fyrir að taka á móti gestum til þess að fara yfir umsagnir á föstudaginn. Þetta er náttúrlega alveg ótrúlega stuttur tími og sannarlega gagnrýnivert. Þó að maður sé feginn að þau komi þó þá er í rauninni varla hægt að bjóða þingnefnd upp á þá stöðu að eiga að fara yfir málið. Það er svolítið verið að skutla þessu í okkur og við eigum bara að samþykkja þetta og fara svo heim. En það verður auðvitað ekki svo því að við þurfum að gefa okkur tíma til að fara yfir þessi mál.