Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Forseti. Ef varnirnar halda verður höfnin væntanlega enn þá góð að þessu loknu. Ég velti fyrir mér í þessu samhengi, ef tilgangurinn við þetta er að halda skipunum og kvótanum á þessum stað, í Grindavík, af hverju við gripum ekki til svipaðra aðgerða í öllum hinum sjávarplássunum sem hafa misst kvóta . Það er erfitt að tala um þetta. Það er erfitt að taka ákvörðun um þetta en það er enn þá erfiðara ef við höfum ekki í hendi í rauninni hvaða vanda við erum að glíma við, hver raunveruleiki stöðunnar er. Ég hef alveg heyrt dæmi um það sem þarf að gera í Grindavík og ég átta mig ekki á því hvers konar umfang það myndi þýða en það er ekkert smáræði. En án þess að hafa spurninguna fyrir framan sig um kannski svartsýnustu myndina eða eitthvað því um líkt (Forseti hringir.) held ég að við getum ekki fundið bestu lausnirnar, af því að ef við hunsum bara erfiðu spurningarnar þá fáum við heldur aldrei góðu lausnirnar.