Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ég get ekki verið annað en innilega sammála honum vegna þess að ég er búinn að reka mig svo oft á þessa furðulegu sýn hérna. Það er einhver tilhneiging til að skilja út undan í alls konar málum. Þarf ekki hreinlega að setja upp bjöllu með hringingu sem aðvörun? Ég veit ekki hvort þetta er orðinn gamall vani. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni. Þetta er búið að vera svona síðan ég kom á þing. Maður er alltaf að reka sig á það að þeir vilja ekki ná utan um alla þótt þeir segist ætla að ná utan um alla.
Svo er annað sem mér finnst skrýtið og það er hversu ótrúlega seint þetta kemur inn. Að við skulum ekki vera löngu búnir að átta okkur á þessu. Nú spyr ég mig líka: Það á að vera þriggja manna nefnd sem sér um þennan sjóð. Ég velti því fyrir mér hvaða reglur gildi um sjóðinn. Hvernig eru launamál í sjóðnum? Hvernig verður valið í hann? Hvaða hæfileikar? Ég hef á tilfinningunni að við æðum áfram. Og það væri eiginlega hægt að láta einhvern — hvort hann sjái ekki fyrir sér að það sé þegar til einhver starfshæfur hópur sem gæti tekið þetta að sér og hefði góða þekkingu á þessu. Hvort við ætlum enn einu sinni að finna upp hjólið. Láta einhvern fá þetta sem þarf að byrja frá byrjun og átta sig á hlutunum. Mér finnst svo óljóst hvernig á að vinna að því að tryggja það að þeir sem taki sjóðinn séu hæfir til að gera það vel og almennilega og hafi þekkingu til þess. (Forseti hringir.)