Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Forseti. Heyr, heyr. Það ætti að vera mjög vel þekkt hvaða starfsemi er eftir í Grindavík sem gæti mögulega fallið undir þær tryggingar sem þetta frumvarp veitir. Ég sé ekki að það ætti að vera neitt að því að þær upplýsingar séu aðgengilegar. Mér finnst vanta rosalega mikið upp á upplýsingagjöf um aðstæður í Grindavík almennt og hvað er í gangi þar svona dagsdaglega. Maður heyrir það reglulega þegar eitthvað gerist að þá þurfi einhverjir að flytja úr bænum eða eitthvað að gerast. Það er þá sem maður fær kannski smáupplýsingar um hvernig staðan er en ég held að þingmenn almennt — alla vega næ ég ekki vel að nálgast upplýsingar um hver staðan er þarna án þess að mæta þangað.