Afurðasjóður Grindavíkurbæjar.
Forseti. Ég biðst velvirðingar en ég heyrði ekkert af því síðasta sem hv. þingmaður sagði. Bjallan glumdi hér og var alveg einstaklega hávær (Gripið fram í.) og drekkti orðum hv. þingmanns. En svona er það stundum þegar maður fer yfir ræðutímann svo sem. Ég var hérna í forsetastól einhvern tímann og mér var sagt að berja létt í bjölluna því að þótt það heyrist hátt í henni inni í þessum sal þá heyrist enn þá hærra í henni í útsendingu sem er einstaklega óheppilegt fyrir þau sem eru að horfa á þessa góðu útsendingu, að hlusta á slíkan rosalegan bjölluhljóm. Þannig að þegar allt kom til alls þá heyrði ég ekki spurninguna, en það verður bara að hafa það. (EÁ: Tjónið í framtíðinni, það var spurningin.) Já. (Gripið fram í.) Ég held að ég vísi bara í fyrra svarið. Ég held að ég hafi náð því ágætlega í þeim pælingum um hvort við ættum að gera þetta varanlegt eða ekki; ef svarið er nei, af hverju erum við þá að þessu yfirleitt?