154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar.

898. mál
[16:10]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og ánægjulegt að heyra að hv. þingmaður styður það að veiðigjöld ættu a.m.k. að dekka þann kostnað sem hlýst af þessum aðgangi að auðlindunum. Þá er kannski spurning hvort við þurfum ekki bara að fara að skoða það í atvinnuveganefnd, ég og hv. þingmaður sitjum jú þar, hvort ekki sé við hæfi að Fiskistofa, Hafró og Landhelgisgæslan fari bara í að rukka fyrir þá þjónustu. Nú veit ég að það kostar mikið t.d. að halda úti hafrannsóknaskipinu og það hlýtur að vera hægt að deila því niður á þá sem eru með aðgang að auðlindinni. Þurfum við ekki bara að fara í að endurskoða þetta kerfi alveg frá upphafi, hvernig við rukkum fyrir slíkt? Hvað finnst hv. þingmanni um slíkt? — Ég held að ég eigi bara að hafa eina mínútu í seinna andsvari.