154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar.

898. mál
[16:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þingmaðurinn tók sér nú tæpar tvær mínútur til að koma með fyrirspurnina. Ég hef 60 sekúndur til að svara henni þannig að það er ósanngjarn leikur og verður auðvitað að jafna hérna einhvern veginn en ég mun reyna að halda mig við tímann. Ég held að aðhaldskrafa í fjárlögum sem er 1–2% sé eitt en þjónustugjald sé allt annað, hér sé bara verið að drepa málunum á dreif að ræða aðhaldskröfu í þessu sambandi. Hér er verið að flytja frumvarp um þjónustugjald sem þeir aðilar sem um það véla telja mjög eðlilegt að það gjald sé sett á og hér hefur það legið fyrir og ég hef svarað því að mér finnist gjaldið eðlilegt, það eigi að endurspegla kostnaðinn við vinnuna á bak við og annað fjallar þetta frumvarp ekki um.