14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1577 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

77. mál, horfellir á skepnum

Flutningsm. (Jón Jónsson 1. þm. N.-Múl.):

Mér finst hinn háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.) taka nokkuð einhliða í þetta mál, þar sem hann segir, að varhugavert sé, að löggjöfin fari mikið inn á það svið að hefta athafnafrelsi einstaklinganna. Eg vil benda honum á, að það er einmitt meðal annars gert í horfellislögunum, sem nú eru í gildi.

Sömuleiðis mintist hinn háttv. þm. á, að engin trygging væri fyrir því, að skoðunarmenn væru góðir og starfi sínu vaxnir. Það er þó nokkur trygging, að hreppsnefndir eiga að ráða skoðunarmennina og munu ekki taka aðra en þá sem færir eru og ekki nema þörf sé til.