18.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1599 í B-deild Alþingistíðinda. (1967)

163. mál, siglingalög

Jón Magnússon:

Hæstv. ráðherra skaut því til mín, hvort hér væri ekki þörf á siglingalögum. Eg get ekki borið á móti því, að það hefir komið fyrir mig, þótt ekki hafi það verið oft, að mér hefir fundist, að gott hefði verið að hafa samskonar siglingalög.

Eg býst við, að nefnd verði sett í málið, og skal eg leyfa mér að stinga upp á 5 manna nefnd.