22.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1610 í B-deild Alþingistíðinda. (1981)

105. mál, íslenskur fáni

Björn Jónsson:

Eg vildi gjarnan fá að heyra, hvern veg menn hugsuðu sér lyktir þessa máls, ef svo færi, að fáninn fengist ekki viðurkendur, svo að hann yrði ekki metinn framar en vasaklútur eða hver önnur dula. Fyrir getur það komið, að skip annara þjóða þættust ekki kannast við fánann eða taka mark á honum. Ef svo færi, sé eg ekki annað en að hér sé verið að tildra upp pappírslögum. Fyrir þessu vildi eg heyra gerða grein við aðra umræðu. Eg er hlyntur málinu og mun greiða atkvæði með frumv. að sinni, en endirinn skyldi í upphafinu skoða, og því er nauðsyn að finna ráð til að leysa knútinn.