24.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1611 í B-deild Alþingistíðinda. (1982)

105. mál, íslenskur fáni

Jón Magnússon:

Eg vil geta þess, að eg er ekki á móti íslenzkum fána. Það er eðlilegt, að hver sérstök þjóð hafi sinn sérstaka fána. En það er aðferðin, sem mér aðallega þykir óheppileg ofmikið flan, þótt mér þyki málið gott. Vér nefndarmenn í millilandanefndinni höfðum fengið loforð fyrir íslenzkum fána eftir nokkur ár. Það er ekki málið, sem hér er að deila um, heldur aðferðin.