25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1621 í B-deild Alþingistíðinda. (1993)

105. mál, íslenskur fáni

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Það var eitt atriði í ræðu hins háttv. þm. Dal. (B. J.), sem eg sérstaklega tók eftir, nefnilega að fáninn ætti að tákna kröfur vorar og vonir, vera vonar-fáni. Þetta er hin fáránlegasta kenning, fáninn á ekki að tákna neitt nema það sem er. Þegar vér fáum fullveldi, fáum vér flagg, en þangað til er oss það til háðungar að vera að veifa fána, sem ekki getur táknað annað en máttleysi vort og réttleysi.