25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1621 í B-deild Alþingistíðinda. (1994)

105. mál, íslenskur fáni

Björn Jónsson:

Þótt eg sé hlyntur þessu máli, fánamálinu, get eg ekki borið á móti því, að mér þykir málið sótt heldur með kappi. Fánalögin eiga ekki að koma fram, fyr en breytt er þeim lögum, sem eru í sambandi við þau. Því ætti að geyma málið til næsta þings. Með því að svo stendur á, mun eg ekki greiða atkvæði um málið.