25.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1621 í B-deild Alþingistíðinda. (1995)

105. mál, íslenskur fáni

Framsögum. (Skúli Thoroddsen):

Mér þykir kynlegt, hversu hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) tekur í þetta mál. Þegar hann var ungur, var hann hugsjóna- og frelsismaður. Þótt menn eldist, mega menn ekki missa sjónar á hugsjónunum, ekki verða steingervingar. Hinn hv. þm. áleit, að frumv. fengi ekki framgang í lagaformi. Mér þykir það kynlegt; það veltur allt á dugnaði ráðherra. Það vitum vér allir, að Dönum eru ekki lögin ljúf. En svo er um mörg lög, lög sem snerta fiskiveiðar o. fl. Það er skylda ráðherra vors að gæta vorra hagsmuna gagnvart hagsmunum Dana, sem oft kunna að »kollidera«.

Eg fæ ekki heldur séð annað, en að stafirnir DE á skipunum séu nóg ullveldistrygging. Meðan Danir fara með utanríkismál vor, getum vér veitt þeim þá trygging. — Þessar mótbárur hafa við engin rök að styðjast.