06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (2272)

38. mál, byggingarsjóður

Flutningsm. (Björn Kristjánsson):

Hér stendur nokkuð öðruvísi á. Tillag Íslandsbanka til landssjóðs fer ekki altaf vaxandi, en það gengur dálítið upp og niður.

Hann galt í landssjóð:

1906.. kr. 8.042

1907.. — 6.279

1908.. — 14.709

1909.. — 12.063

Það er okkar skylda sem bankastjóra að gæta hags bankans og vernda hann. Það er vitanlegt, að bankinn mun bíða stórtap á næstu árum og ætti það að vera hvöt til þess að afnema þennan skatt. Þingið ætti líka að reyna að koma í veg fyrir, að bankareikningarnir sýni ávalt tap og með því að létta af þessum skatti, þótt eigi sé hann hár, væri þó spor stigið í áttina til þess að vernda traust hans. Ef þingið vissi hvað það gerði, ætti það að veita bankanum svo sem 50 þús. kr. styrk á ári í nokkur ár, svo að varasjóðurinn gæti haldist óskertur.