10.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2067 í B-deild Alþingistíðinda. (2522)

55. mál, bréfhirðing og aukapóstar

Háttv. þm. gat um tillögu, sem eg bar fram á síðasta þingi um bréfhirðingu á Hornströndum. Þar hafði áður verið kvartað, en ekkert fengist fyr en 1909. (Hannes Hafstein:

Staðurinn var kominn í áætlunina). Um það fer nú tvennum sögum, að minsta kosti var það ekki glögt.

Annars skal eg geta þess, að eg hefi ekkert á móti rökstuddri dagskrá. Verði hún samþykt, þá felst þar í trygging fyrir því, að stjórnin sinni málinu, svo að ef einhver háttv. þm. vildi bera hana fram, þá er ekkert á móti því. Sjálfur þykist eg ekki hafa ástæður til þess, en vil fyrir mitt leyti samþykkja till., eins og hún er.