02.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2072 í B-deild Alþingistíðinda. (2540)

160. mál, strandferðir

Pétur Jónsson:

Eg tek undir með hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.). Eg hefi ekki haft tækifæri til að sinna þessu máli rækilega. Eg bjóst nfl. ekki við, að svona miklar og margar tillögur kæmi fram viðvíkjandi strandferðaskipunum og álít viðsjála aðferð, að þingið taki svona tillögur frá einstökum þingmönnum til greina, án þess nefndin, sem kosin var í þetta mál hafi haft þær til athugunar. Þær komu allar fram síðar og alt heildaryflrlit verður torvelt. En úr því út í þetta er komið, þá virðist ekki annað forsvaranlegt en að allir þingmenn þreyti kapphlaupið hver fyrir sitt kjördæmi. Það er afsökun mín, hve seint eg er á ferðinni með þetta, að eg er óvanur og ófimur í svona kapphlaupi fyrir hérað mitt.