06.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2079 í B-deild Alþingistíðinda. (2544)

160. mál, strandferðir

Bjarni Jónsson:

Eg fékk sem aðrir áskorun úr mínu kjördæmi um strandferðir. En eg fór ekki þingsályktunarleiðina, heldur fór til útgerðarinnar og varð hún þegar við tilmælum mínum að láta Vestra fara inn í Hvammsfjörð í fyrstu og síðustu ferð. Vil eg nú þess eins biðja stjórnina, að hún verði ekki meinsmaður okkar Dalamanna í þessu.

Annars virðist mér, að rökstudd dagskrá dugi eins vel í þessu efni, og hefi eg svo ekki meira að taka fram.