06.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2080 í B-deild Alþingistíðinda. (2546)

160. mál, strandferðir

Sigurður Gunnarsson:

Eg er á sama máli og háttv. framsögum. (Þ. J.), eg kysi heldur að þingsályktunartillagan yrði samþykt. Það má raunar búast við, að stjórnin geti ekki tekið tillit til allra þeirra beiðna, sem fram eru komnar um breytingar á ferðaáætlunum strandbátanna, en það er þó sterkari bakhjallur fyrir stjórnina að hafa þingsályktunartillöguna samþykta af þingdeildinni. Stjórnin gæti svo valið úr, en væri jafnframt aðhald að henni, að fara lengra, en ef að eins rökstudd dagskrá væri samþykt.