06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 2141 í B-deild Alþingistíðinda. (2658)

166. mál, skilnaður ríkis og kirkju

Ráðherrann (B. J.):

Eg hefi engu við að bæta. Stend við það, sem eg hefi sagt um þetta mál. Eg hleyp ekki eftir því, þótt virðul. fyrirspyrjandi (J. J.) segi, að þetta kosti ekki mikla peninga og þó hann benti á 10 leiðir án þess að ákveða þær. Annars þykist eg ekki þurfa að taka upp ástæðurnar fyrir því að mál þetta var ekki undirbúið. Að gera hvell, er alsiða orðið. Eg tek það ekki nærri mér, þótt virðul. fyrirspyrjandi reyni að gera hvell úr þessu og mun eg hvorki blikna né blána við það.