04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (2720)

141. mál, einkaréttur landssjóðs á aðfluttum vörum

Ráðherra:

Eg ætla, að það hafi verið misráðið af háttvirtum flutningsmönnum að taka 4. breytingartillöguna aftur.

En eg stóð aðallega upp vegna orða, sem háttvirtur þingmaður Akureyrarkaupstaðar sagði.

Hann sagði, að núverandi stjórn hefði engan flokk að baki sér. Eg býst við að eg hafi eins mikinn flokk að baki mér og sá flokkur er, sem hann er málsvari fyrir.

Eg ætla að hans ógætilegu og óvarlegu orð hafi við lítið að styðjast og það er ekki í fyrsta sinn í vetur, sem hann kemur fram með árásir á mig. Eg býst við, að eg standi betur að vígi í sjálfstæðisflokknum hjá þjóðinni á Íslandi, en þingflokkur hans, eða garpar þeir sem mestu hafa ráðið í þeim flokk þennan vetur eða síðari hluta hans. Orð mína snerta ekki allan þann flokk. En það mun á daginn koma, áður en langt um líður, hvernig þeir hvor um sig standa gagnvart þjóðinni.