04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (2721)

141. mál, einkaréttur landssjóðs á aðfluttum vörum

Sigurður Hjörleifsson:

Það er ekki ný bóla að hæstvirtur ráðherra hreytir til mín ónotum.

(Ráðherra: Hversvegna er það?)

Það var ekki tilgangur minn að styggja hann að neinu leyti.

Það er viðurkent og þing, og þjóð veit það, að hæstvirtur ráðherra hefir ekki þingflokk að baki sér eftir að hann tók við embættinu. Því þingflokkurinn, sem hjálpaði honum til embættisins, taldi hann ekki sinn flokksmann.

Það sem eg sagði var alls ekki til lítilsvirðingar sagt.

Þetta má kalla að stökkva upp á nef sér, að nota svona tækifæri til þess að hreyta að þeim þingmönnum illyrðum, sem honum er í nöp við.

Hvert fylgi hæstvirtur ráðherra hafi í landinu, skal eg ekki segja, það sýnir sig á sínum tíma, en er ekki á dagskrá hér, en verður vonandi bráðlega á dagskrá þjóðarinnar.