04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (2728)

141. mál, einkaréttur landssjóðs á aðfluttum vörum

Júlíus Havsteen:

Eg á bágt með að tala langt mál vegna hæsi, enda gerist þess ekki þörf. Eg ætla að eins að minnast á 1. lið tillögunnar, að því er snertir einokunina. Eg vil að eins taka það fram, að eg á bágt með að trúa því, að meiri hlutinn vilji nú fara að innleiða einokun í landinu einmitt sama árið, sem haldin er aldarminning Jóns Sigurðssonar. Hann hélt ekki upp á einokunarverzlun; það man eg.