09.07.1913
Neðri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (149)

39. mál, skipun læknishéraða

Pétur Jónsson:

Það er alveg þýðingarlaust að hleypa þessu máli lengra, svo framarlega sem deildin hugsar sér þá ekki að láta héraðið standa læknislaust lengi fyrst um sinn, ellegar það getur ekki verið nein önnur meining með að samþykkja þetta frv., en sú, að taka lækni frá einhverju öðru héraði og setja í þetta. Það getur verið að það þyki sanngjart t. d. að taka eina lækninn, sem til er í Norður-Þingeyjarsýslu, og flytja hann suður í gjós, svo læknishéruðin í N.-Þ. standi bæði auð. Það er líka annað hérað læknislaust í Þingeyjarsýslu, Höfðahverfishérað. Það hefir ekki verið hikað við að taka af okkur lækna og setja þá niður, þar sem mannslífin eru metin mikið meira en þar norður frá. Þessi sífelda fjölgun á læknishéruðum er hreinasta glapræði á meðan skortur er á læknum, og er sjálfsagt að láta nú staðar nema.