16.08.1913
Efri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í B-deild Alþingistíðinda. (1937)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Einar Jónsson:

Mjer finst það rjett, sem nefndin hefur stungið upp á um endurgreiðslu á símaláninu til Árness- og Rangárvallasýslu. Með þessu er myndað heppilegt fordæmi. Eftir þessari reglu verður að líkindum farið í framtíðinni, er líkt stendur á. Ef það verður sannað, að Eyrarbakkalínan hafi ekki kostað eins mikið og sagt er, þá er sjálfsagt að leiðrjetts endurborgun á láninu eftir því, þegar þar að kemur. Um Patreksfjarðarsímann er alt öðru máli að gegna, því að það er vitanlegt, hvað sveitirnar hafa oflagt til. Jeg mun því greiða atkvæði með brtill. nefndarinnar, einmitt af því að hjer er verið að mynda fordæmi. Það er með öllu ósannað, að Árnessýsla hafi greitt meira en henni bar að tiltölu. Það verður því að byggja á því, sem nú liggur fyrir í þessu efni.