21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í C-deild Alþingistíðinda. (2515)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Jón Ólafsson:

Hr. forseti ! Áður en til atkvæða er gengið, vildi eg gjarna fá yfirlýsingu þess af stofnendum sjóðsins, sem hér er viðstaddur, um, hvað meint er með orðunum í 4. gr.: skulu höfundar af bændasétt sitja fyrir. Á það ekki að skiljast að öðru jöfnu? Það getur varla verið til þess ætlast, að höfundar af bændastétt skuli skilyrðislaust teknir fram yfir aðra. En gott væri, ef öll tvímæli væru tekin af um þetta atriði, og mætti líklega nægja skýring háttv. þingmanns hér í deildinni um það.