21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í C-deild Alþingistíðinda. (256)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Pétur Jónsson:

Eg ætla ekki að fara að halda neina ræðu í þsssu máli, leyfi mér aðeins að skýrskota til nefndarálitsins.

Eg ætla að eins að geta þess, að þær fjárhæðir, sem nefndin leggur til að numdar séu úr frv., nema 72000 kr. alls, en á móti því koma 6000 krónur, sem nefndin leggur til að bætt sé við útgjöldin, svo að alls nemur lækkunin 66000 kr. Raunar hefir þetta eigi mikla fjárhagslega þýðingu, því aðalupphæðina, sem nefndin leggur til að dregin verði út úr þessu frumvarpi, tekur nefndin til íhugunar við fjárlagafrumvarpið sjálft. Henni virtist óheppilegt að hafa mjög há fjáraukalög, ef komist yrði hjá því.