01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í C-deild Alþingistíðinda. (437)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg á eina breyt.till. á þgskj. 228, við liðinn um fjárveitinguna til Desemberfundarins. Auðvitað dettur mér ekki í hug að vilja kasta fjárhagslegri ábyrgð á hendur hæstv. ráðherra né á hendur þeirra þingmanna, er fundinn sóttu. Eg lofaði líka þegar í vetur hæstv. ráðh. að greiða atkvæði með fjárveitingunni, og ætla mér ekki að ganga bak orða minna. Eg viðurkenni, að sérstakar ástæður hafi verið fyrir hendi, og fyrir því beygi eg mig loyalt, jafnvel þó að eg sjái, að það geti verið viðsjárvert fordæmi fyrir eftirtíðina, ef enginn varnagli er sleginn. En til þess að varna því, hefi eg leyft mér að leggja til, að orðunum: »án þess veiting þessi myndi nokkurt fordæmi« verði bætt aftan við liðinn, og verð eg að telja heppilegt að það verði samþykt.