10.07.1915
Neðri deild: 3. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)
40. mál, gullforði Íslandsbanka
Ráðherra:
Þetta frv. er lagt fyrir háttv. deild samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar. Eins og háttv. þingdeildarmenn muna, voru sett bráðabirgðalög í fyrra sumar, 3. ágúst, um að Íslandsbanki þyrfti ekki að leysa inn seðla, sína með gulli. Sömuleiðis var stjórninni gefin heimild til að setja ákvæði um, að bankarnir þyrftu ekki að borga út úr sparisjóði nema svo og svo mikið í senn. Og sama konar var fyrir mælt um aðra sparisjóði. Þessi lög áttu að gilda til októberloka það ár, en vegna ástands þess, sem af styjöldinni leiddi, sá háttv. fyrirrennari minn sjer ekki annað fært en að fá þessi lög framlengd með bráðabirgðalögum þeim, er hjer liggja fyrir. Þessi lög eru því lögð fyrir þingið samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar.