26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 620 í B-deild Alþingistíðinda. (1354)
40. mál, gullforði Íslandsbanka
Framsm. (Björn Kristjánsson):
Nefndinni er þetta ekkert kappamál. Það var að eins gjört eftir óskum bankana, að breyta frv. í þessa átt. Mjer fyrir mitt leyti sýnist það ekkert ankanalegt, og nefndinni ekki heldur. Því að þótt styrjöldinni linni í haust, sem engum dettur nú víst í hug, þá vita allir, að afleiðingar hennar standa lengur en þangað til 1. des. 1917. Það tekur lengri tíma en svo, að jafnvægi komist á peningaviðakiftin bæði innan landa og á milli landa.