15.09.1915
Neðri deild: 63. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2287 í B-deild Alþingistíðinda. (2791)

154. mál, Björgvinjargufuskipafélagið

Ráðherra:

Hvað það snertir, sem hæstv. 1. þm. Húnv. (G. H.) mintist á, þá skal jeg geta þess, að mjer er ekki kunnugt um, að komið hafi til stjórnarráðsins kvartanir yfir því, að skipin hafa ekki komið við á Blönduósi og aðra verslunarstaði í Húnavatnssýslu. Jeg skal taka það fram, að jeg hefi ekki gjört neitt í því máli. En hvort fjelagið hafi gjört nokkuð, til að láta rannsaka, hvort skipin gætu komið þarna við, er mjer með öllu ókunnugt. En hvort fyrirrennari minn, háttv. þm. V.-Sk. (S. E.), hafi gjört nokkuð, getur hann betur sagt en jeg.