15.09.1915
Neðri deild: 63. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2288 í B-deild Alþingistíðinda. (2793)

154. mál, Björgvinjargufuskipafélagið

Pjetur Jónsson:

Mjer er það fyllilega ljóst, að fjelagið hefir ekki haldið samningana, að því er flutningsgjaldið snertir. Samkvæmt 3. gr. samningsins áskilur fjelagið sjerrjett til þess að að breyta einstökum gjöldum. Samkvæmt því virðist enginn rjettur til þess, eins og fjelagið þó hefir gjört, að breyta öllum fargjöldum í einu, þannig, að færa þau upp um 25%. Nú vil jeg leyfa mjer að spyrja hæstv. ráðherra, hvort það eru hinir einstöku viðskiftamenn, sem eiga sök á fjelaginu fyrir þetta, og verða þá að sækja það, eða það er landsstjórnin fyrir hönd landsmanna.