15.09.1915
Neðri deild: 63. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 2290 í B-deild Alþingistíðinda. (2795)

154. mál, Björgvinjargufuskipafélagið

Fyrirspyrjandi (Matth. Ólafsson):

Þótt jeg sje vitanlega ekki lögfróður, þá get jeg ekki skilið annað en að einstakir menn eigi aðganginn að landsstjórninni, en að landsstjórnin eigi aftur aðgang að fjelaginu. Jeg skal svo láta úttalað um þetta mál; en vona, að landsstjórnin sjái sjer fært, er tímar líða, að jafna á fjelaginu fyrir alla þá rangsleitni, sem það hefir haft í frammi.