03.09.1919
Neðri deild: 54. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í C-deild Alþingistíðinda. (3762)

139. mál, almannafriður á helgidögum

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg ber þetta frv. fram hjer eftir ósk verkamanna hjer í Reykjavík. þeir hafa haft þetta mál til meðferðar undanfarið. Sömuleiðis hafði prestastefnan í vor þetta mál til meðferðar, og hefir hún látið í ljós, að hún teldi nauðsynlegt að breyta helgidagalöggjöfinni í þá átt, að minna sje unnið á helgidögum. Það er hjer farið fram á að draga úr óþarfa vinnu í kaupstöðum á helgidögum, t. d. afgreiðslu skipa, sem iðulega fer fram á helgidögum, þó þess gerist ekki þörf. Auk þess eru sektarákvæðin fyrir brot á þessum lögum nokkru hærri en er eftir núgildandi lögum. Jeg skal svo ekki segja fleira um málið að sinni, en vænti þess, að því verði vísað til allsherjarnefndar, að umr. lokinni.