30.08.1919
Efri deild: 44. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2264 í B-deild Alþingistíðinda. (3948)

123. mál, landsreikningarnir 1916 og 1917

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil að eins lýsa því yfir, að ráðuneytið telur sjálfsagt, að samþyktar verði þessar till. Að því er snertir fyrsta liðinn skal jeg taka það fram, að eftir áskorun yfirskoðunarmanna og í fullu samræmi við skoðun stjórnarinnar hefir viðlagasjóðurinn verið tekinn út úr fjárlögunum. Það má að vísu segja svo, að þetta hafi ekki mikla praktiska þýðingu. En þó má benda á það, að meðan viðlagasjóðsreikningsfærslan var ekki sjerstök, voru menn fullörir á lánveitingar úr honum, og það þótt ekkert fje laust væri í sjóðnum, en lánin voru þá veitt úr landssjóðnum beint; en full ástæða er til þess að ætla, að það verði ekki, ef sjóðurinn og reikningshald eru sjerskilin.